Fara á efnissvæði

Fréttir

Fréttir

Hagar undirrita sátt við Samkeppniseftirlitið vegna kaupa á hlutafé í Klasa ehf.
10. jún. 2022 Tilkynningar

Hagar undirrita sátt við Samkeppniseftirlitið vegna kaupa á hlutafé í Klasa ehf.

Í dag var undirrituð sátt á milli Haga hf. og Samkeppniseftirlitsins um skilyrði fyrir kaupum Haga á hlutafé í Klasa ehf. Þann 3. desember 2021 var tilkynnt um undirritun samnings Haga hf., Regins hf. og KLS eignarhaldsfélags ehf. um áskrift að hlutafé í fasteignaþróunarfélaginu Klasa ehf. Samningarnir voru undirritaðir með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins

Ársskýrsla Haga 2021/22 er komin út
31. maí 2022 Tilkynningar

Ársskýrsla Haga 2021/22 er komin út

Ársskýrsla Haga 2021/22 og sjálfbærniuppgjör samstæðunnar er komið út.

Hagkaup opnar stærstu snyrtivöruverslun landsins á netinu
24. maí 2022 Almennar fréttir

Hagkaup opnar stærstu snyrtivöruverslun landsins á netinu

Hagkaup hefur opnað stærstu snyrtivöruverslun landsins á netinu. Í vefversluninni má finna mörg stærstu snyrtivörumerki heims. Um 18.000 vörunúmer eru í vefversluninni og bætast fleiri við á degi hverjum. Pantanir eru afhentar samdægurs á höfuðborgarsvæðinu og daginn eftir á landsbyggðinni.

Ný Bónus verslun opnuð á Akureyri
22. maí 2022 Almennar fréttir

Ný Bónus verslun opnuð á Akureyri

Ný matvöruverslun Bónus hefur verið opnuð í verslunarkjarnanum Norðurtorgi á Akureyri. Verslunin er rúmlega 2000 fermetrar og er staðsett við hliðina á Rúmfatalagernum og Ilva. Bónus er með tvær aðrar verslanir á Akureyri við Langholt og Kjarnagötu. Nýja verslunin á Norðurtorgi er því þriðja Bónus verslunin á Akureyri.

Hagar veita frumkvöðlum í matvælaiðnaði nýsköpunarstyrki
20. maí 2022 Samfélagsmál

Hagar veita frumkvöðlum í matvælaiðnaði nýsköpunarstyrki

Tólf sprotafyrirtæki fengu nýsköpunarstyrk Uppsprettunnar til að vinna að nýsköpunarverkefnum í matvælaiðnaði. Uppsprettan, nýsköpunarsjóður Haga er ætlaður er til stuðnings við frumkvöðla til þróunar og nýsköpunar í íslenskri matvælaframleiðslu. Sjóðurinn leggur sérstaka áherslu á að verkefnin sem að hljóta styrkveitingu taki tillit til sjálfbærni og styðji innlenda framleiðslu.

Olís kynnir breytingar á vörumerkjum
6. maí 2022 Tilkynningar

Olís kynnir breytingar á vörumerkjum

Undanfarna mánuði hefur Olís stigið fyrstu skrefin í umbreytingavegferð félagsins. Vegferðin felur meðal annars í sér breyttar áherslur í vöru- og þjónustuframboði Olís samhliða uppfærslu á ásýnd vörumerkja og þjónustustöðva. Fyrirtækið kynnir nú til leiks breytingar á vörumerkjunum Olís og ÓB.

Stórkaup hefur rekstur og opnar nýja netverslun
4. maí 2022 Tilkynningar

Stórkaup hefur rekstur og opnar nýja netverslun

Stórkaup er nýtt félag í eigu Haga sem hefur hafið rekstur. Stórkaup er heildverslun sem þjónustar stórnotendur með aðföng og eru leiðarljósin í rekstri fyrirtækisins hagkvæmni, nútímalegt þjónustustig og einfalt skipulag sölu og dreifingar. Helstu vöruflokkar fyrirtækisins eru ýmsar rekstrar-, hreinlætis- og heilbrigðisrekstrarvörur. Viðskiptavinir Stórkaups eru m.a. framleiðendur, sjávarútvegur, rekstraraðilar, veitingageirinn, hótel og heilbrigisstofnanir.

Vörusala á 4F jókst um 15% og hagnaður nam 742 m.kr.
28. apr. 2022 Tilkynningar

Vörusala á 4F jókst um 15% og hagnaður nam 742 m.kr.

Ársuppgjör Haga hf. og uppgjör 4. ársfjórðungs 2021/22 Ársreikningur Haga hf. fyrir rekstrarárið 2021/22 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 28. apríl 2022. Reikningurinn er fyrir tímabilið 1. mars 2021 til 28. febrúar 2022. Ársreikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) og viðeigandi ákvæði laga um ársreikninga. Endurskoðendur félagsins, PricewaterhouseCoopers ehf., hafa endurskoðað reikninginn og áritað hann fyrirvaralausri áritun.

Opið er fyrir umsóknir í Uppsprettuna 2022
30. mar. 2022 Samfélagsmál

Opið er fyrir umsóknir í Uppsprettuna 2022

Hagar auglýsa eftir umsóknum í nýsköpunarsjóðinn Uppsprettuna. Þetta er í annað sinn sem sjóðurinn auglýsir úthlutun og eru allt að 20 milljónir til úthlutunar úr sjóðnum árið 2022.  Umsóknarfrestur er til og með 27. apríl 2022. Hlutverk sjóðsins er að virkja og styðja frumkvöðla til nýsköpunar og þróunar í íslenskri matvælaframleiðslu. Sjóðurinn leggur sérstaka áherslu á stuðning við frumkvöðla verkefni sem að taka tillit til sjálfbærni og styðja við innlenda framleiðslu.

30 milljónir söfnuðust fyrir íbúa Úkraínu
25. mar. 2022 Samfélagsmál

30 milljónir söfnuðust fyrir íbúa Úkraínu

Fyrirtæki Haga, Bónus, Hagkaup og Olís hafa með hjálp viðskiptavina safnað 30 milljónum í neyðarsöfnun fyrir íbúa Úkraínu í samstarfi við Rauða krossinn.