Fara á efnissvæði

Zara

Zara
  • Opnaði 2001
  • Fjöldi starfsmanna 50+
Sjálfbærniuppgjör ZARA 2021

Zara er ein stærsta tískuverslunarkeðja í heimi og selur fatnað og fylgihluti fyrir dömur, herra og börn á góðu verði.

Grunnurinn að velgengni vörumerkisins Zara á heimsvísu felst einna helst í því að greina óskir viðskiptavina og bregðast hratt við þeim. Varan er hönnuð í takt við stefnur og strauma í tískuheiminum hverju sinni og ráða viðtökur og ósk viðskiptavina frekari framleiðslu og vöruþróun.

Mikil áhersla er lögð á sanngjarnt verð og hraða vöruveltu en áhersla er lögð á að nýjar vörur séu á boðstólnum að lágmarki tvisvar í viku. Einnig hefur verslunarkeðjan unnið ötullega í sjálfbærni, meðal annars með því að endurvinna notaðan fatnað, breyta honum í nýjan og notast við umhverfisvænni efni í fatnað sinn.

Fyrsta verslun Zara opnaði á Íslandi árið 2001 og í dag starfrækja Hagar eina verslun undir merki Zara með sérleyfissamningi frá Inditex á Spáni. Verslunin er staðsett í Smáralind.

Zara