Fara á efnissvæði

Olís

Olís
  • Opnaði 1927
  • Fjöldi afgreiðslustöðva 69
  • Fjöldi starfsmanna 480+
Samfélagsskýrsla 2020

Olíuverzlun Íslands ehf. (Olís) var stofnað 1927 og er því elsta fyrirtækið í samstæðu Haga. Olís sérhæfir sig í sölu og þjónustu með eldsneyti og aðrar olíuvörur, auk skyndibita, ýmissa nauðsynjavara fyrir bílaeigendur, vörum til útivistar og ferðalaga ásamt fjölþættri þjónustu við sjávarútvegs-, verktaka- og flutningafyrirtæki um land allt. Grunnrekstur Olís hefur ávallt verið eldsneytissala, en með nýtingu á dreifineti fyrirtækisins og sérfræðiþekkingu hefur aukist sala á öðrum vörum, líkt og smurolíum, efnavörum, rekstrarvörum, gasi og nýlenduvörum. Olís á 40% hlut í Olíudreifingu ehf. en Olíudreifing sér m.a. um birgðahald og dreifingu á fljótandi eldsneyti fyrir Olís.

Hlutverk Olís er að vera verslunar- og þjónustufyrirtæki í fremstu röð á fyrirtækja- og einstaklingsmarkaði. Markmið fyrirtækisins er að bjóða viðskiptavinum góðar og samkeppnishæfar vörur á samkeppnishæfu verði, ásamt sveigjanlegu sölu- og þjónustukerfi um land allt. Þá leggur Olís áherslu á umhverfisvernd og mannúðarmál.

Olís rekur 26 þjónustustöðvar vítt og breitt um landið undir vörumerki Olís, þar af 8 á höfuðborgarsvæðinu. Markmið þjónustustöðva Olís er að vera „vinur við veginn“ og vera áfangastaður viðskiptavina á ferðinni um landið. Á stærstu þjónustustöðvum sínum rekur Olís skyndibitamerkin Grill 66 og ReDi Deli.

Einnig rekur Olís 43 sjálfsafgreiðslustöðvar um allt land undir vörumerki ÓB - ódýrt bensín. Undir starfsemi Olís er einnig rekstur verslunar Rekstrarlands. Þá er Mjöll Frigg í 100% eigu Olís. Olís á 40% hlut í Olíudreifingu ehf. en Olíudreifing sér m.a. um birgðahald og dreifingu á fljótandi eldsneyti fyrir Olís. 

Olís hefur í gegnum tíðina hugað vel að umhverfismálum sínum og átt í gjöfulu samstarfi við Landgræðsluna, allt frá árinu 1992. Olís hefur að sama skapi kolefnisjafnað rekstur sinn í samstarfi við Landgræðsluna og tekur einnig þátt í kostnaði þeirra viðskiptavina sem kjósa að kolefnisjafna eldsneytiskaup sín hjá bæði Olís og ÓB.

 

Olís