Bananar
- Opnaði 1955
- Fjöldi starfsmanna 80+
Bananar ehf. var stofnað árið 1955 og er næst elsta fyrirtækið í samstæðu Haga. Bananar er stærsti dreifingaraðili á fersku grænmeti og ávöxtum á Íslandi og jafnframt eitt stærsta innflutningsfyrirtæki landsins. Eins og nafnið gefur til kynna voru fyrstu starfsár fyrirtækisins helguð innflutningi og þroskun banana. Síðan þá hafa áherslur breyst og í dag býður fyrirtækið upp á mikið og gott úrval af bæði íslensku og erlendu grænmeti og ávöxtum allan ársins hring. Vörum er dreift til viðskiptavina sex daga vikunnar, þar af til verslana Bónus og Hagkaups.
Viðskiptavinir Banana samanstanda af verslunum, veitingahúsum, sjúkrahúsum, skólum, leikskólum, mötuneytum o.fl. Vöruhúsið afgreiðir daglega pantanir sem nema um 80-100 tonnum.
Bananar hafa viðskiptasambönd út um allan heim og beina því viðskiptum sínum beint til þeirra landa þar sem gæði ávaxta og grænmetis er best hverju sinni. Má þar nefna Kína, Brasilíu, Suður-Afríku, Kanada, Síle, Argentínu, Holland, Bandaríkin og Spán.

- Framkvæmdastjóri Jóhanna Þ. Jónsdóttir
- Heimilisfang Korngarðar 1
- Sími 525 0100
- Netfang bananar@bananar.is
- Veffang www.bananar.is