Fara á efnissvæði

Stórkaup

Stórkaup
Stórkaup
Stórkaup
  • Stofnað 2022
  • Fjöldi starfsmanna 19
  • Fjöldi viðskiptavina 4.000+
Stórkaup

Stórkaup er nýtt félag í eigu Haga en það var stofnað árið 2022 og hóf rekstur sinn í maí sama ár. Stórkaup er heildverslun sem þjónar stórnotendum með aðföng á breiðum grunni þar sem leiðarljósin í rekstri eru hagkvæmni, nútímalegt þjónustustig og einfalt skipulag sölu og dreifingar.

Helstu vöruflokkar fyrirtækisins eru ýmsar rekstrar-, hreinlætis- og heilbrigðisrekstrarvörur auk helstu flokka matvöru. Viðskiptavinir Stórkaups eru m.a. framleiðendur, sjávarútvegur, rekstraraðilar, veitingageirinn, hótel og heilbrigðisstofnanir.

Markmið Stórkaups er að bjóða gæða vörur á samkeppnishæfu verði, veita góða þjónustu og áreiðanleika í vöruframboði og afhendingum. Hjá Stórkaup starfar samhentur hópur með mikla reynslu og sérfræðiþekkingu á sínu sviði.