Fara á efnissvæði

Hagkaup

Hagkaup
  • Opnaði 1959
  • Fjöldi verslana 7
  • Fjöldi starfsmanna 730+
  • Vörunúmer 60.000+
Samfélagsskýrsla Hagkaup 2021

Hagkaup var stofnað árið 1959 og á starfsemi fyrirtækisins djúpar rætur í samfélaginu enda verið órofinn hluti af verslunarsögu landsins í rúm 60 ár. Í upphafi var Hagkaup rekið sem póstverslun sem sendi vörur beint frá birgðageymslu og upp að dyrum kaupandans. Fyrsta Hagkaupsverslunin var svo opnuð við Miklatorg árið 1967 og árið 1970 opnaði Hagkaup verslun sína í Skeifunni, sem er eitt helsta flaggskip starfseminnar, enn þann dag í dag.

Hagkaup býður breitt úrval af vörum til daglegra þarfa í matvöru, fatnaði, snyrtivöru, húsbúnaði og tómstundavöru. Hagkaup leggur sérstaka áherslu á þjónustu og gott aðgengi að vörum og kappkostað er við að gera verslunarferðina eins ánægjulega og hagkvæma fyrir viðskiptavininn og mögulegt er. Hagkaup hefur mjög fjölbreytt vöruframboð og býður upp á um 60.000 vöruliði. Í matvörudeild eru um 10.000 vöruliðir, snyrtivöru rúmlega 20.000 vöruliðir og í sérvöru telja þeir um 30.000, að teknu tilliti til árstíðabundinnar vöru.

Hagkaup leggur áherslu á þægindi og þjónustu og eru tvær Hagkaupsverslanir á höfuðborgarsvæðinu opnar allan sólarhringinn. 

Hagkaup