Fara á efnissvæði

Bónus

Bónus
  • Opnaði 1989
  • Fjöldi verslana 31
  • Fjöldi starfsmanna 870+
  • Fjöldi vörunúmera 3000
Samfélagsskýrsla Bónus 2021

Bónus er keðja lágvöruverðsverslana sem frá stofnun árið 1989 hefur boðið viðskiptavinum sínum lægsta mögulega matvöruverð á Íslandi. Hönnun Bónusverslana miðar öll að því að halda rekstrarkostnaði í lágmarki. Áhersla er lögð á lítinn íburð í verslunum, stöðugt kostnaðaraðhald, mikinn veltuhraða birgða en birgðahald takmarkast af hilluplássi. Bónus hefur skemmri opnunartíma en margir keppinautar og stefnumarkandi vöruval fyrir lágvöruverðsverslun. Vöruframboðið spannar allar meginþarfir heimilishaldsins en þrátt fyrir aukningu í vöruframboði síðustu ár hefur Bónus aldrei vikið frá grunnstefnu sinni að selja gæðavörur á góðu verði. 

Eitt af leiðarljósum Bónus hefur ávallt verið að láta viðskiptavininn njóta hluta ábatans af því þegar nást hagstæðir innkaupasamningar með lágri álagningu. Einnig hefur Bónus ávallt lagt áherslu á að bjóða viðskiptavinum sama verð hvar sem er á landinu og því er sama verðlagning í öllum verslunum Bónus.  

Bónus hefur frá stofnun lagt áherslu á umhverfismál og flokkað plast, pappa og annan úrgang í fjölda ára. Verslunin var til að mynda fyrst allra íslenskra matvöruverslana til að kolefnisjafna rekstur sinn á árinu 2018. Sama ár hætti verslunin sölu á hefðbundnum plastburðarpokum og hóf að bjóða viðskiptavinum sínum upp á 100% lífniðurbrjótanlega burðarpoka í stað þeirra. Sömuleiðis reynir verslunin að sporna við hvers kyns matarsóun eftir fremsta megni með góðum árangri. Lýðheilsumál hafa einnig verið ofarlega í huga Bónus og styður verslunin til að mynda við fjölda íþróttafélaga á Íslandi og hefur jafnframt aldrei selt tóbak frá stofnun matvörukeðjunnar.

Bónus rekur 31 verslun um land allt, en þar af eru 18 á höfuðborgarsvæðinu og 13 á stórum þéttbýlisstöðum á landsbyggðinni.

 

 

Bónus