Aðföng
- Opnaði 1993
- Fjöldi starfsmanna 150+
- Fjöldi vörunúmera 7500
Árið 1993 stofnuðu Bónus og Hagkaup sameiginlegt innkaupafyrirtæki undir nafninu Baugur ehf., en fyrirtækið fékk nafnið Aðföng fimm árum síðar. Aðföng er innkaupa- og dreifingarmiðstöð á smásölu- og stórnotendamarkaði en starfsemi fyrirtækisins felst í innkaupum, birgðahaldi og dreifingu fyrir verslanir Bónus, Hagkaups og Olís.
Innkaup Aðfanga felast annars vegar í viðskiptum við innlenda birgja og hins vegar innflutningi, þ.á.m. eigin vörumerkja. Aðföng vinnur að vöruþróun eigin merkja í samstarfi við matvörukeðjurnar en þar ber hæst vörumerkin Himneskt og Heima. Aðföng flytur einnig inn áfengi sem selt er í verslunum ÁTVR og er verkefninu stýrt í gegnum Vínföng. Markvisst hefur verið unnið að uppbyggingu í vöruflokknum síðastliðin ár og hefur vörunúmerum fjölgað jafnt og þétt og eru þau nú rúmlega 115 talsins.
Aðföng er eitt stærsta og tæknivæddasta vöruhús landsins. Þar er lögð mikil áhersla á stærðarhagkvæmni og er nýjasta tækni nýtt við rekstur vöruhússins hvar sem því verður við komið. Vöruhús Aðfanga er því sem næst pappírslaust og öflug tölvukerfi halda utan um feril vara frá upphafi til enda. Aðföng reka einnig alla starfsemi Ferskra Kjötvara sem að vinnur kjöt úr nauti, lambi og grís. Ferskar Kjötvörur leggja mikla áherslu á ferskleika, gæði og rekjanleika vara. Ferskar Kjötvörur sjá verslunum Hagkaups og Bónus fyrir kjöti og selja einnig til veitingahúsa og annarra aðila.

- Framkvæmdastjóri Lárus Óskarsson
- Heimilisfang Skútuvogur 7, 104 Reykjavík
- Sími 530 5600
- Netfang upplysingar@adfong.is
- Veffang www.adfong.is