Eldum rétt
- Opnaði 2013
- Fjöldi starfsmanna 55
Eldum rétt býður viðskiptavinum matarpakka sem innihalda hráefni í nákvæmum skömmtum og einfaldar leiðbeiningar um hvernig elda skuli matinn. Markmið Eldum rétt er að gera eldamennskuna skemmtilegri og samverustundir fjölskyldunnar fleiri og betri.
Í hverri viku geta viðskiptavinir raða saman réttum vikunnar í sinni matarpakka. Valið stendur á milli 23 rétta sem breytast í hverri viku og gerist fjölbreytnin því ekki mikið meiri. Með því að afhenda viðskiptavinum 2-5 rétti á sama tíma sparast bæði tími og orka. Öllum hráefnum er handpakkað svo hægt sé að tryggja hámarks ferskleika og gæði hverju sinni. Eldum rétt er leiðandi á þessum markaði og býður upp á ferska og holla lausn fyrir fjölskyldur og einstaklinga.
Pöntunarfrestur spilar lykilhlutverk í rekstri og þjónustu Eldum rétt. Viðskiptavinir panta með minnst fimm daga fyrirvara en með því fá þeir ferskari hráefni, meiri fjölbreytni, minni matarsóun, betra fjárhagsbókhald og skilja eftir sig minna kolefnisfótspor. Í framleiðsluferlinu er tryggð lágmarks matarsóun. Pantað er nákvæmt magn hráefna frá birgjum, því er pakkað í rétta skammta til viðskiptavina svo engin matarsóun á sér stað í þeirri keðju.
Eldum rétt hefur gjörbylt neyslumynstri viðskiptavina sinna og eru nú mörg þúsund Íslendingar sem borða Eldum rétt í hverri viku.

- Framkvæmdastjóri Valur Hermannsson
- Heimilisfang Smiðjuvegur 4b
- Sími 539-3929
- Netfang eldumrett@eldumrett.is
- Veffang www.eldumrett.is