Fara á efnissvæði

Sjálfbærni

Hagar hafa lagt metnað sinn frá upphafi í að þjóna íslenskum neytendum með ábyrgum hætti. Sjálfbærnistefna Haga er langtímaáætlun félagsins um hvernig það getur lagt sitt af mörkum til betra og heilbrigðara samfélags og umhverfis, samhliða heilbrigðum rekstri. Stefnan segir auk þess til um hvernig samskiptum við hagsmunaaðila verði háttað. Helstu hagsmunaaðilar Haga eru starfsfólk, hluthafar, viðskiptavinir, birgjar og fjármögnunaraðilar, fjölmiðlar auk samfélagsins í heild sinni.

Sjálfbærnistefna Haga byggir á fjórum meginstoðum; 

Umhverfi, Mannauður, Neytendur og Stjórnarhættir.

Hagar og rekstrareiningar þess hafa frá árinu 2019, í samvinnu við Klappir Grænar lausnir hf., birt sjálfbærniuppgjör samstæðunnar skv. UFS leiðbeiningum Nasdaq. Hagar eru aðilar að Festu, miðstöð um sjálfbærni og bakhjarlar Grænvangs, samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir.

Sérstakan kafla um sjálfbærni má finna í ársskýrslu félagsins. 

 

Árs- og sjálfbærniskýrsla 2022/23

Meginstoðir stefnu

Stefna Haga um sjálfbærni byggir á fjórum meginstoðum. Stoðirnar móta þær áherslur sem félagið fer eftir og mótar þau lykilverkefni sem unnið er að hverju sinni. Meginstoðirnar fjórar eru ekki innbyrðis háðar og ein stoð er ekki annarri mikilvægari.

Heimsmarkmið er styðja stefnu

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru 17 talsins og hafa Hagar valið 7 af markmiðunum sem leiðarljós í framkvæmdaráætlun. Markmiðin eru; 5: Jafnrétti kynjanna, 8: Góð atvinna og hagvöxtur, 9: Nýsköpun og uppbygging, 10: Aukinn jöfnuður, 12: Ábyrg neysla og framleiðsla, 13: Aðgerðir í loftlagsmálum, 15: Líf á landi

Heimsmarkmiðin styðja stefnustoðir félagsins og er ætlað að virkja stjórnendur til innleiðingar á stefnu og framkvæmda á verkefnum.

Samfélagsuppgjör Haga (UFS)

Hagar og öll rekstrarfélögin hafa í samvinnu við Klappir Grænar Lausnir hf. innleitt umhverfisstjórnunarkerfi Klappa og unnið að greiningu á mælanlegum árangri félagsins í umhverfismálum og öðrum málum tengdum sjálfbærni. Klappir hafa í samvinnu við Haga tekið saman sjálfbærniuppgjör samstæðunnar fyrir rekstrarárið 2022 skv. UFS leiðbeiningum Nasdaq. Niðurstöðum samfélagsuppgjörs Haga er skipt í þrjá hluta: umhverfisþættir , félagslegir þættir og stjórnarhættir 

Rekstrareiningar og samfélagsleg ábyrgð

Fyrirtækin Bónus, Hagkaup, Olís, Aðföng og Bananar hafa öll gefið út samfélagsskýrslu fyrir rekstrarárið 2022. Í skýrslunum má sjá samantekt á helstu sjálfbærni- og samfélagsverkefnum á árinu, sem og markmið fyrirtækjanna í sjálfbærni til næstu ára. Zara hefur einnig gefið út sjálfbærniuppgjör fyrir árið 2022 í samvinnu við Klappir.

Skýrslurnar fyrir rekstrarárið 2022/2023 má finna í árs- og sjálfbærniskýrslu Haga og hér neðar á síðunni.

Samfélagsskýrsla Bónus

Samfélagsskýrsla Bónus 2022

Bónus Samfélagsskýrsla 2022

Samfélagsskýrsla Hagkaup

Samfélagsskýrsla Hagkaups 2022

Hagkaup Samfélagsskýrsla 2022

Samfélagsskýrsla Olís

Samfélagsskýrsla Olís 2022

Olís Samfélagsskýrsla 2022

Samfélagsskýrsla Aðfanga

Samfélagsskýrsla Aðfanga 2022

Aðföng Samfélagsskýrsla 2022

Samfélagsskýrsla Banana

Samfélagsskýrsla Banana 2022

Bananar Samfélagsskýrsla 2022

Sjálfbærniuppgjör Zara

Sjálfbærniuppgjör Zara 2022

Zara Sjálfbærniuppgjör ESG 2022