Fara á efnissvæði

Undirnefndir stjórnar

Endurskoðunarnefnd

Stjórn Haga hf. hefur skipað endurskoðunarnefnd. Hlutverk hennar er að fara yfir fjárhagslegar upplýsingar og fyrirkomulag upplýsingagjafar frá stjórnendum. Hún skal staðreyna að þær upplýsingar sem stjórnin fær um rekstur og stöðu félagsins séu áreiðanlegar og gefi sem gleggsta mynd af stöðu þess á hverjum tíma. Endurskoðunarnefnd skal skila skýrslu um störf sín til stjórnar árlega. Endurskoðunarnefnd hefur sett sér starfsreglur, sem sjá má hér að neðan.

Endurskoðunarnefndina skipa Hannes Ágúst Jóhannesson, formaður nefndar, Eva Bryndís Helgadóttir og Sigríður Olgeirsdóttir. Nefndarmenn eru allir óháðir endurskoðendum Haga hf., daglegum stjórnendum félagsins og stórum hluthöfum þess.

Starfsreglur endurskoðunarnefndar

Starfskjaranefnd

Stjórn Haga hf. hefur kosið starfskjaranefnd. Starfskjaranefnd starfar í samræmi við íslensk lög og reglur og góða stjórnarhætti. Starfskjaranefnd er skipuð í samræmi við starfsreglur stjórnar félagsins. Tilgangurinn með stofnun nefndarinnar er að bæta starfshætti stjórnarinnar og gera störf hennar markvissari. Starfskjaranefnd skal skila skýrslu um störf sín til stjórnar árlega. Starfskjaranefnd hefur sett sér starfsreglur, sem sjá má hér að neðan.

Starfskjaranefndina skipa Jensína Kristín Böðvarsdóttir, formaður nefndar, Davíð Harðarson og Eiríkur S. Jóhannsson. Nefndarmenn eru allir óháðir endurskoðendum Haga hf., daglegum stjórnendum félagsins og stórum hluthöfum þess.

Starfsreglur starfskjaranefndar

Tilnefningarnefnd

Hluthafar Haga hf., hafa kosið tilnefningarnefnd. Hlutverk tilnefningarnefndar er að meta tilvonandi stjórnarmenn út frá hæfni, reynslu og þekkingu og að tilnefna einstaklinga til stjórnarsetu.

Tilnefningarnefnd skipa Björn Ágúst Björnsson, formaður nefndar, Björg Sigurðardóttir og Kristjana Milla Snorradóttir. Allir nefndarmenn eru óháðir félaginu, daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum þess.

Hluthafar og frambjóðendur geta komið tillögum sínum og framboðum á framfæri við nefndina á netfangið tilnefningarnefnd@hagar.is.

Starfsreglur tilnefningarnefndar