Fara á efnissvæði
Til baka

INGUNN SVALA LEIFSDÓTTIR TEKIN VIÐ SEM FRAMKVÆMDASTJÓRI OLÍS

Um áramótin tók Ingunn Svala Leifsdóttir við starfi framkvæmdastjóra Olís.  Ingunn Svala hefur fjölþætta stjórnunarreynslu úr íslensku viðskiptalífi, en hún starfaði m.a. síðast sem framkvæmdastjóri rekstrar hjá Dohop og þar á undan var hún framkvæmdastjóri rekstrar hjá Háskólanum í Reykjavík. Ingunn situr í stjórnum Kviku banka og Ósa hf.

„Ég er mjög spennt fyrir þessu tækifæri, að taka við keflinu sem framkvæmdastjóri Olís. Ég tek við góðu búi frá frábæru teymi starfsfólks Olís, sem ég hef verið svo heppin að fá að kynnast síðustu mánuði. Það eru forréttindi að starfa hjá einni af sterkustu samstæðum landsins sem Hagar sannarlega eru og öllu því öfluga fólki sem þar starfar og ég fer með þakklæti og tilhlökkun inn í spennandi tíma sem framundan eru hjá félaginu.“ Segir Ingunn Svala framkvæmdastjóri Olís.