Fara á efnissvæði
Til baka

Ný verslun Bónus opnar í Holtagörðum

Bón­us opn­ar nýja mat­vöru­versl­un í Holta­görðum laug­ar­dag­inn 22. júlí. Nýja versl­un­in er um 2.500 fm að stærð eða 40% stærri en gamla versl­un­in sem nú hef­ur verið lokað. Versl­un Bón­us hef­ur verið í Holta­görðum frá ár­inu 1994. Nýja versl­un­in verður á sömu hæð en í hinum enda húss­ins, á móti tveggja hæða bíla­stæðahúsi og því eru næg bíla­stæði að finna.

Mik­il áhersla er lögð á að versl­un­in sjálf skilji eft­ir sig eins lítið kol­efn­is­fót­spor og hægt er. Til að mynda eru kæl­ar og fryst­ar lokaðir og keyrðir áfram af ís­lensk­um um­hverf­i­s­væn­um kælimiðlum í stað freons. Versl­un­in er lýst upp með LED ljós­um sem nota allt af 50% minna raf­magn en hefðbund­in ljós og end­ast líka mun bet­ur. Eins má geta þess að hill­ur versl­un­ar­inn­ar eru að mestu leyti smíðaðar á Íslandi eða end­ur­nýtt­ar úr öðrum versl­un­um Bón­us.

„Við kveðjum gömlu Bón­us-versl­un­ina með söknuði en hún hef­ur þjónað okk­ur og okk­ar viðskipta­vin­um vel til margra ára. Nýja versl­un­in er búin öllu því nýj­asta sem versl­an­ir Bón­us hafa upp á að bjóða eins og t.d. Gripið & Greitt, sjálfsaf­greiðslu í bland við hefðbundna af­greiðslu­kassa, um­hverf­i­s­væn­um kæli og frysti­búnaði ásamt orku­spar­andi lýs­ingu og betri sorp­flokk­un­araðstöðu til þess að hægt sé að end­ur­nýta sem mest af þeim umbúðum sem falla til í okk­ar rekstri,“ seg­ir Guðmund­ur Marteins­son, fram­kvæmda­stjóri Bón­us.