Fara á efnissvæði
Til baka

Hagkaup opnar glæsilega veisluþjónustu

Veislu­rétt­ir er ný þjón­usta sem Hag­kaup kynn­ir til leiks en um er að ræða nýja veisluþjón­ustu þar sem boðið er upp á bragðmikla og góm­sæta veislu­rétti. Veislu­bakk­ar Veislu­rétta sam­an­standa af ljúf­feng­um smá­bit­um sem henta beint á veislu­borðið. Er þetta kær­kom­in viðbót við flór­una sem Hag­kaup býður viðskipta­vin­um sín­um upp á.

„Und­an­farna mánuði höf­um við unnið hörðum hönd­um að því búa til glæsi­lega veisluþjón­ustu og kynn­um með stolti Veislu­rétti Hag­kaups. Við höf­um fram­leitt smur­brauð, salöt, vefj­ur og sus­hi á hverj­um degi í nokk­ur ár og við vild­um bjóða okk­ar viðskipta­vin­um upp á þá nýj­ung að geta pantað þess­ar frá­bæru vör­ur í veislu­bökk­um hjá okk­ur. Það var kveikj­an að veisluþjón­ust­unni sem við opn­um í dag. Veislu­bakk­arn­ir eru fjöl­breytt­ir, góm­sæt­ir og á góðu verði sem skipt­ir okk­ur miklu máli. Við hugsuðum einnig mikið út í út­lit bakk­anna og öll smá­atriði. Okk­ar hug­mynd er sú að viðskipta­vin­ur­inn þurfi ein­fald­lega að leggja fal­leg­an bakka á borðið og segja „gjörið þið svo vel“. Við erum spennt að fylgj­ast með þróun Veislu­rétta og hvernig þessi nýja viðbót okk­ar muni blómstra,“ seg­ir Eva Lauf­ey Kjaran markaðs-og upp­lif­un­ar­stjóri Hag­kaups.

Í boði er úr­val rétta fyr­ir hvaða tæki­færi sem eru meðal ann­ars: Góm­sæt kjúk­linga­spjót, brak­andi tempura rækj­ur, vor­rúll­ur, vefj­ur og sæt­ir bit­ar sem eru alltaf vin­sæl­ir, ásamt Origa­mi sus­hi og smur­brauðs úr­vali.

Hægt er að panta veislu­rétt­ina gengn­um heimasíðu Hag­kaupa þar sem bæði er boðið upp á að hægt sé að sækja veisl­una í Hag­kaup í Smáralind eða fá heimsend­ingu á höfuðborg­ar­svæðinu

Hagkaup.is/veislurettir