Fréttir
Fréttir

Ársskýrsla Haga 2018/19
Ársskýrsla Haga hf. fyrir rekstrarárið 2018/19 hefur verið gefin út.
Ársuppgjör Haga hf. // mars 2018 – febrúar 2019
Ársreikningur Haga hf. fyrir rekstrarárið 2018/19 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 16. maí 2019. Reikningurinn er fyrir rekstrarárið 1. mars 2018 til 28. febrúar 2019. Ársreikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Endurskoðendur félagsins, PricewaterhouseCoopers ehf., hafa endurskoðað reikninginn og áritað hann fyrirvaralausri áritun.
Fjárfestakynning 8. mars 2019
Meðfylgjandi má finna kynningu sem haldin var fyrir hluthafa og markaðsaðila þann 8. mars kl. 08:30.
Fjárfestakynning 8. mars nk.
Líkt og tilkynnt var samhliða birtingu árshlutareiknings Haga þann 30. janúar sl. mun félagið halda kynningu fyrir hluthafa og markaðsaðila þann 8. mars nk.
Hagar hf. árshlutauppgjör Q3 // mars 2018 – nóvember 2018
Árshlutareikningur Haga hf. fyrir þriðja ársfjórðung 2018/19 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 30. janúar 2019. Reikningurinn er fyrir tímabilið 1. mars 2018 til 30. nóvember 2018. Árshlutareikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Reikningurinn hefur hvorki verið kannaður né endurskoðaður af endurskoðendum félagsins, PricewaterhouseCoopers ehf.