Fara á efnissvæði

Fréttir

Fréttir

Viðskiptavinum Olís býðst að kolefnisjafna akstur sinn frítt í sumar
29. maí 2020 Almennar fréttir

Viðskiptavinum Olís býðst að kolefnisjafna akstur sinn frítt í sumar

Olíuverzlun Íslands mun bjóða viðskiptavinum sínum að kolefnisjafna eldsneytisviðskipti sín í sumar þegar verslað er á Olís og ÓB, þeim að kostnaðarlausu. Upphæðin fer óskipt til Landgræðslunnar og nýtist þar í fjölbreytt verkefni sem miða að því að stöðva jarðvegsrof og endurheimta röskuð vistkerfi, svo sem náttúruskóga og framræst votlendi.

18. maí 2020 Tilkynningar

Hagar hf. ársuppgjör // mars 2019 – febrúar 2020

Ársreikningur Haga hf. fyrir rekstrarárið 2019/20 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 18. maí 2020. Reikningurinn er fyrir rekstrarárið 1. mars 2019 til 29. febrúar 2020. Ársreikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Endurskoðendur félagsins, PricewaterhouseCoopers ehf., hafa endurskoðað reikninginn og áritað hann fyrirvaralausri áritun.

Hagkaup með netverslun
2. apr. 2020 Almennar fréttir

Hagkaup með netverslun

Hag­kaup hef­ur nú opnað net­versl­un. Í boði verða um 1.400 vöru­teg­und­ir þar sem ein­blínt er á að viðskipta­vin­ir geti verslað helstu nauðsynj­ar til heim­il­is­ins. Póst­ur­inn mun sjá um af­hend­ingu pant­ana til þeirra sem kjósa að fá vör­urn­ar send­ar heim að dyr­um inn­an höfuðborg­ar­svæðis­ins en einnig verður í boði að sækja pant­an­ir í versl­un Hag­kaups í Smáralind. Sömu­leiðis er stefnt að því að opna á þjón­ust­una á Ak­ur­eyri á næstu dög­um.

20. jan. 2020 Tilkynningar

Hagar hf. árshlutauppgjör Q3 // mars 2019 – nóvember 2019

Árshlutareikningur Haga hf. fyrir þriðja ársfjórðung 2019/20 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 20. janúar 2020. Reikningurinn er fyrir tímabilið 1. mars 2019 til 30. nóvember 2019. Árshlutareikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Reikningurinn hefur hvorki verið kannaður né endurskoðaður af endurskoðendum félagsins, PricewaterhouseCoopers ehf.

Birna Íris til Haga
7. nóv. 2019 Almennar fréttir

Birna Íris til Haga

Birna Íris Jónsdóttir hefur verið ráðin rekstrarstjóri upplýsingatækni og stafrænnar þróunar hjá Högum og dótturfélögum. Um er að ræða nýja stöðu sem varð til í kjölfar skipulagsbreytinga innan Haga sem tilkynnt var um í ágúst síðastliðnum. Birna Íris hefur störf þann 15. nóvember næstkomandi.

Særún nýr samskiptastjóri Haga
4. nóv. 2019 Almennar fréttir

Særún nýr samskiptastjóri Haga

Særún Ósk Pálmadóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri Haga hf. Um er að ræða nýja stöðu sem varð til í kjölfar skipulagsbreytinga innan Haga sem tilkynnt var um í ágúst síðastliðnum og er markmið stöðunnar meðal annars að gera boðleiðir skýrari og markvissari innan Haga og dótturfyrirtækja.

29. okt. 2019 Tilkynningar

Hagar hf. árshlutauppgjör Q2 // mars 2019 – ágúst 2019

Árshlutareikningur Haga hf. fyrir annan ársfjórðung 2019/20 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 29. október 2019. Reikningurinn er fyrir tímabilið 1. mars 2019 til 31. ágúst 2019. Árshlutareikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Reikningurinn hefur verið kannaður af endurskoðendum félagsins, PricewaterhouseCoopers ehf.

Samruni Haga og Reykjavíkur Apóteks samþykktur
30. ágú. 2019 Tilkynningar

Samruni Haga og Reykjavíkur Apóteks samþykktur

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Haga hf. og Reykjavíkur Apóteks ehf.

28. jún. 2019 Tilkynningar

Hagar hf. árshlutauppgjör Q1 // mars 2019 – maí 2019

Árshlutareikningur Haga hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2019/20 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 28. júní 2019. Reikningurinn er fyrir tímabilið 1. mars 2019 til 31. maí 2019. Árshlutareikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Reikningurinn hefur hvorki verið kannaður né endurskoðaður af endurskoðendum félagsins, PricewaterhouseCoopers ehf.

Ársskýrsla Haga 2018/19
5. jún. 2019 Tilkynningar

Ársskýrsla Haga 2018/19

Ársskýrsla Haga hf. fyrir rekstrarárið 2018/19 hefur verið gefin út.