Fara á efnissvæði
Til baka

Hagar selja Reykjavíkur Apótek

Hagar selja Reykjavíkur Apótek og rekstur tveggja verslana. Ólafur Adólfsson sem áður var eigandi Reykjavíkur Apóteks hefur keypt 90% hlut, sem að seldur var til Haga árið 2019, og tekið yfir rekstur apóteksins við Seljaveg 2. Lyfja hefur keypt rekstur apóteksins í Skeifunni 11b og eru kaupin með fyrirvara um afstöðu Samkeppniseftirlitsins.

“Það er okkur mikil ánægja að samningar hafa náðst við Lyfju um kaup á rekstri apóteksins við Skeifuna sem og við Ólaf Adólfsson um kaup á Reykjavíkur Apóteki. Salan er liður í því að einfalda rekstur Hagar og einbeita okkur í ríkari mæli að skilgreindri kjarnastarfsemi, á dagvöru- og eldsneytismarkaði. Við óskum nýjum eigendum til hamingju með kaupin og þökkum starfsfólki Reykjavíkur Apóteks samstarfið á liðnum árum” segir Finnur Oddsson forstjóri Haga