Fara á efnissvæði
Til baka

Stórkaup hefur rekstur og opnar nýja netverslun

Stórkaup er nýtt félag í eigu Haga sem hefur hafið rekstur. Stórkaup er heildverslun sem þjónustar stórnotendur með aðföng og eru leiðarljósin í rekstri fyrirtækisins hagkvæmni, nútímalegt þjónustustig og einfalt skipulag sölu og dreifingar. Helstu vöruflokkar fyrirtækisins eru ýmsar rekstrar-, hreinlætis- og heilbrigðisrekstrarvörur. Viðskiptavinir Stórkaups eru m.a. framleiðendur, sjávarútvegur, rekstraraðilar, veitingageirinn, hótel og heilbrigisstofnanir.

„Við hjá Stórkaup hugsum svo sannarlega stórt enda eru okkar helstu viðskiptavinir stórnotendur. Þó svo að Stórkaup sé nýtt fyrirtæki þá byggir það á traustum grunni og mikilli þekkingu þar sem að fyrirtækið tekur að einhverju leiti við hlutverki Rekstraralands sem var hluti af Olís. Flestir starfsmenn Stórkaups eru fyrrum starfsmenn Olís og búa yfir áratuga reynslu í þjónustu við stórnotendur. Það er mjög mikilvægt fyrir Stórkaup að hafa svo reynslumikla starfsmenn í þjónustu við viðskiptavini“ segir Árni Ingvarsson rekstrarstjóri Stórkaups.

Árni segir að „Stórkaup leggi áherslu á framúrskarandi þjónustu og stafrænar lausnir. Við lögðum því mikið kapp á að opna nýja netverslun á sama tíma og við hófum rekstur. Síðustu mánuði höfum við unnið að smíði á netversluninni sem er sérsniðin að þörfum stórnotenda og þar ættu fyrirtæki og stofnanir að finna allt sem þau þurfa fyrir daglegan rekstur sinn og geta framkvæmt pantanir á einfaldan og skilvirkan hátt“ segir Árni Ingvarssson

Skrifstofur og vöruhús Stórkaups eru í Skútuvogi 9.