Fara á efnissvæði

Fréttir

Fréttir

Tekjuaukning á 1F og bætt afkoma milli ára
25. jún. 2021 Tilkynningar

Tekjuaukning á 1F og bætt afkoma milli ára

Árshlutareikningur Haga hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2021/22 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 25. júní 2021. Reikningurinn er fyrir tímabilið 1. mars til 31. maí 2021. Árshlutareikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Reikningurinn hefur hvorki verið kannaður né endurskoðaður af endurskoðendum félagsins, PricewaterhouseCoopers ehf.

Ársskýrsla Haga 2020/21 er komin út
2. jún. 2021 Tilkynningar

Ársskýrsla Haga 2020/21 er komin út

Ársskýrsla Haga fyrir rekstrarárið 2020/21 er komin út.

Hagar kaupa helmings hlut í Lemon
26. maí 2021 Almennar fréttir

Hagar kaupa helmings hlut í Lemon

Hagar hf. og eigendur Djús ehf. hafa náð samkomulagi um kaup Haga hf. á helmings hlut í Djús ehf., sem á og rekur veitingastaði undir merkjum Lemon.

Veltuaukning og bætt afkoma á 4F
10. maí 2021 Tilkynningar

Veltuaukning og bætt afkoma á 4F

Ársreikningur Haga hf. fyrir rekstrarárið 2020/21 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 10. maí 2021. Reikningurinn er fyrir tímabilið 1. mars 2020 til 28. febrúar 2021. Ársreikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Endurskoðendur félagsins, PricewaterhouseCoopers ehf., hafa endurskoðað reikninginn og áritað hann fyrirvaralausri áritun.

Nýsköpunardagur Haga haldinn í fyrsta sinn
26. apr. 2021 Almennar fréttir

Nýsköpunardagur Haga haldinn í fyrsta sinn

Hagar hafa stofnað styrktarsjóðinn Uppsprettu sem að verður kynntur á Nýsköpunardegi Haga sem ber yfirskriftina Virkjum kraftinn, frá hugmynd á diskinn þinn. Markmið og tilgangur Nýsköpunardagsins er að hvetja til nýsköpunar og aukinnar sjálfbærni í matvælaiðnaði. Átta frumkvöðlar og sérfræðingar í matvælaiðnaði munu halda erindi á viðburðinum sem streymt verður miðvikudaginn 28. apríl kl.12:00.

Hagar selja Reykjavíkur Apótek
20. apr. 2021 Tilkynningar

Hagar selja Reykjavíkur Apótek

Hagar selja Reykjavíkur Apótek og rekstur tveggja verslana. Ólafur Adólfsson sem áður var eigandi Reykjavíkur Apóteks hefur keypt 90% hlut, sem að seldur var til Haga árið 2019, og tekið yfir rekstur apóteksins við Seljaveg 2. Lyfja hefur keypt rekstur apóteksins í Skeifunni 11b og eru kaupin með fyrirvara um afstöðu Samkeppniseftirlitsins.

Hagar selja Útilíf
9. apr. 2021 Tilkynningar

Hagar selja Útilíf

Íslensk fjárfesting og J.S. Gunnarsson hafa í sameiningu keypt Útilíf af Högum. Eftir kaupin er Íslensk fjárfesting 60% hluthafi en J.S. Gunnarsson heldur á 40% hlut í félaginu.

Hagar styrkja verkefnið Römpum upp Reykjavík
15. mar. 2021 Samfélagsmál

Hagar styrkja verkefnið Römpum upp Reykjavík

Nú hefur verkefninu Römpum upp Reykjavík verið hrundið af stað og er markmiðið að koma fyrir 100 römpum í Reykjavík fyrir fólk á hjólastólum, eins fljótt og auðið er.

Þorvaldur Þorláksson ráðinn forstöðumaður fasteigna- og þróunar hjá Högum.
1. mar. 2021 Tilkynningar Almennar fréttir

Þorvaldur Þorláksson ráðinn forstöðumaður fasteigna- og þróunar hjá Högum.

Þorvaldur Þorláksson hefur verið ráðinn forstöðumaður fasteigna- og þróunar hjá Högum og hefur hafið störf. Helstu verkefni Þorvaldar verða þríþætt, þ.e. ábyrgð á rekstri fasteigna og lóða í eigu Haga, umsjón með leigumálum samstæðu og fasteignaþróun á breiðum grunni.

Magnús Magnússon ráðinn framkvæmdastjóri stefnumótunar og rekstrar hjá Högum
28. jan. 2021 Tilkynningar

Magnús Magnússon ráðinn framkvæmdastjóri stefnumótunar og rekstrar hjá Högum

Magnús Magnússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri stefnumótunar og rekstrar hjá Högum og mun hefja störf þann 1. febrúar. Guðrún Eva Gunnarsdóttir mun samhliða því taka við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Haga. Guðrún þekkir vel til starfsins en hún gegndi þeirri stöðu fram til 2019, en hefur síðan þá starfað sem framkvæmdastjóri rekstrar og samstæðu Haga.