30. jan. 2019
Tilkynningar
Hagar hf. árshlutauppgjör Q3 // mars 2018 – nóvember 2018
Árshlutareikningur Haga hf. fyrir þriðja ársfjórðung 2018/19 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 30. janúar 2019. Reikningurinn er fyrir tímabilið 1. mars 2018 til 30. nóvember 2018. Árshlutareikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Reikningurinn hefur hvorki verið kannaður né endurskoðaður af endurskoðendum félagsins, PricewaterhouseCoopers ehf.