Fara á efnissvæði
Til baka

Fjárfestakynning 8. mars nk.

Líkt og tilkynnt var samhliða birtingu árshlutareiknings Haga þann 30. janúar sl. mun félagið halda kynningu fyrir hluthafa og markaðsaðila þann 8. mars nk.

Nú þegar samruni Haga og Olís hefur verið heimilaður er hafin vinna við samrunaverkefni. Á fundinum mun Finnur Árnason, forstjóri Haga, m.a. fara yfir stöðu verkefna.

Fundurinn verður haldinn á skrifstofu Haga, 3. hæð í Smáralind í Kópavogi, föstudaginn 8. mars kl. 08:30. Kynningarefni fundarins verður aðgengilegt að honum loknum á vefsíðu Haga og í fréttakerfi Nasdaq OMX Iceland hf.