Fara á efnissvæði

Skuldabréfaútgáfa

Í september og október 2019 lauk lokuðu útboði Haga hf. á verðtryggðum og óverðtryggðum skuldabréfum. 

HAGA 021029

Upphafleg höfuðstólsfjárhæð skuldabréfa í flokknum nam kr. 5.500.000.000 og voru þau öll seld í lokuðu útboði þann 30. september 2019. Skuldabréfin voru gefin út og afhent þann 2. október 2019. Skuldabréfin voru seld á genginu 1,0 og bera skuldabréfin fasta 2,8% verðtryggða vexti. Heildarheimild til útgáfu skuldabréfa í þessum flokki er kr. 15.000.000.000.

HAGA 181021

Höfuðstólsfjárhæð útgefinna skuldabréfa í flokknum nam kr. 2.500.000.000 og voru þau öll seld þann 15. október 2019 eftir að Hagar samþykktu tilboð hæfra fjárfesta í framhaldi að lokuðu útboði félagsins þann 30. september 2019 þar sem Hagar höfnuðu öllum tilboðum í óverðtryggðan flokk skuldabréfa. Skuldabréfin voru seld á genginu 1,0 og bera skuldabréfin fasta 4,65% óverðtryggða vexti.

________________________________________________________

Birtar hafa verið lýsingar í tengslum við umsóknir um töku verðbréfanna til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Markmiðið með skráningu skuldabréfanna á Aðalmarkað Nasdaq Iceland hf. er að stuðla að auknum seljanleika og markaðshæfi skuldabréfanna, sem og að tryggja fjárfestum að starfshættir og upplýsingagjöf um fjárhagsstöðu útgefanda séu í samræmi við reglur fyrir útgefendur fjármálagerninga, sem gefnar eru út af Nasdaq Iceland hf., eins og þær eru á hverjum tíma.

Hagar hafa komið á fót tryggingafyrirkomulagi með útgáfu tryggingarbréfs, veðhafa- og veðgæslusamnings, umboðssamnings og samnings við staðfestingaraðila. Framangreindir samningar eru birtir hér að neðan og eru fjárfestar hvattir til þess að kynna sér efni skjalanna í heild sinni.

Á grundvelli veðhafa- og veðgæslusamkomulags hafa Hagar lagt fram tryggingar til greiðslu skuldabréfanna sem eigendur skuldabréfanna á hverjum tíma gerast sjálfkrafa aðilar að. Tryggingar Haga eru tilgreindar í viðauka við veðhafa- og veðgæslusamkomulagið og tryggingarbréfi sem Hagar hafa gefið út.

Lýsingarnar eru útbúnar með hliðsjón af þeim reglum Nasdaq Iceland hf. sem gilda um töku verðbréfa til viðskipta. Lýsingarnar eru gefnar út á íslensku og má finna hér að neðan. Hvor lýsing fyrir sig samanstendur af þremur skjölum, þ.e. verðbréfalýsingu, útgefandalýsingu og samantekt. Lýsingarnar hafa verið staðfestar af Fjármálaeftirlitinu og eru aðgengilegar næstu 12 mánuði.

Minnt er á að fjárfesting í skuldabréfum felur í sér áhættu og eru fjárfestar hvattir til þess að kynna sér lýsingarnar í heild sinni og er sérstaklega bent á kafla um áhættuþætti.

 

Lýsingar:

Lýsing fyrir verðtryggt skuldabréf HAGA021029 (PDF skjal)

Lýsing fyrir óverðtryggt skuldabréf HAGA181021 (PDF skjal)

 

Skjöl tengd verðtryggðu skuldabréfaútboði:

Tryggingabréf og veðsamningur - HAGA021029 (PDF skjal)

Veðhafa- og veðgæslusamningur - HAGA021029 (PDF skjal)

Veðsamningur - HAGA021029 (PDF skjal)

Umboðssamningur - HAGA021029 (PDF skjal)

Samningur við staðfestingaraðila - HAGA021029 (PDF skjal)

 

Skjöl tengd óverðtryggðu skuldabréfaútboði:

Tryggingabréf og veðsamningur - HAGA181021 (PDF skjal)

Veðhafa- og veðgæslusamningur - HAGA181021 (PDF skjal)

Veðsamningur - HAGA181021 (PDF skjal)

Umboðssamningur - HAGA181021 (PDF skjal)

Samningur við staðfestingaraðila - HAGA181021 (PDF skjal)

 

Önnur skjöl tengd skuldabréfaútboðinu:

Fjárfestakynning (PDF skjal)