Styrkhafar 2021

Styrkhafar 2021
Alls bárust tugir umsókna um styrk í sjóðinn og valdi matsnefnd níu verkefni til styrkveitingar að verðmæti 11 milljóna króna fyrir styrkárið 2021.
The optimistic good group
The optimistic good group stefnir á framleiðslu á ferskum vegan vörum. Áætlað er að fyrsta varan á markað verði Happyroni sem er vegan pepperoni.
Responsible Foods
Responsible Foods vinnur að framleiðslu á osta smásnakkinu Crunchy Toppers sem er framleitt með nýstárlegri tækni og eykur nýtingu á hráefnum við ostaframleiðslu.
Vegangerðin
Vegangerðin framleiðir matvöru sem inniheldur engar dýraafurðir úr nærumhverfi. Fyrsta var Vegangerðarinnar verður Tempeh sem er kolvetnarík grænkera vara.
Kokteilskólinn
Kokteilskólinn hlaut styrk til framleiðslu á kokteilasírópi í hæsta gæðaflokki. Sírópið er ætlað að auðvelda gerð kokteila bæði óáfengra og áfengra.
Plantbase Iceland
Plantbase Iceland vinnur að framleiðslu á grænum próteingjöfum. Bongó Bongó verður fyrsta próteinríka vara Plantbase á markað.
Livefood ehf
Livefood ehf vinnur að framleiðslu á hágæða íslenskum grænkera ostum. Ostarnir verða unnir úr íslenskum kartöflum og því einstakir á heimsvísu.
Grásteinn
Grásteinn vinnur að þróun á íslenskum hamborgurum úr ærkjöti. Verkefnið hefur það markmið að nýta ærkjöt sem að annars þætti þriðja flokks vara og vinna hana þannig að hún yrði fyrsta flokks.
Praks
Praks hefur áform um framleiðslu á íslenskum sápum undir vörumerkinu Baða. Sápurnar eru einstakar þar sem að þær innihalda íslensk hráefni og matvæli sem hafa græðandi og róandi áhrif.
Hvítlauksræktun á Efri-Úlfsstöðum.
Hvítlauksræktun á Efri-Úlfsstöðum. Ræktun og vinnsla á fyrsta íslenska hvítlauknum.