Fara á efnissvæði
Til baka

Hagkaup með netverslun

Hag­kaup hef­ur nú opnað net­versl­un. Í boði verða um 1.400 vöru­teg­und­ir þar sem ein­blínt er á að viðskipta­vin­ir geti verslað helstu nauðsynj­ar til heim­il­is­ins. Póst­ur­inn mun sjá um af­hend­ingu pant­ana til þeirra sem kjósa að fá vör­urn­ar send­ar heim að dyr­um inn­an höfuðborg­ar­svæðis­ins en einnig verður í boði að sækja pant­an­ir í versl­un Hag­kaups í Smáralind. Sömu­leiðis er stefnt að því að opna á þjón­ust­una á Ak­ur­eyri á næstu dög­um.

Með þessu hef­ur versl­un­ar­keðjan því end­ur­vakið net­versl­un sína en Hag­kaup byrjaði með versl­un á net­inu árið 1998 sem var á þeim tíma fyrst sinn­ar teg­und­ar hér á landi.

„Við hjá Hag­kaup erum virki­lega ánægð að geta nú boðið viðskipta­vin­um okk­ar upp á þenn­an val­kost. Þannig get­um við svarað kalli eft­ir slíkri þjón­ustu á tím­um þar sem það er ekki á allra færi að mæta í mat­vöru­versl­un. Okk­ar mark­mið verður að koma vör­um hratt og ör­ugg­lega til viðskipta­vina. Til að svo geti orðið leggj­um við í upp­hafi áherslu á ein­fald­leika í vöru­úr­vali. Þegar líður á mun­um við end­ur­meta vöru­úr­val net­versl­un­ar­inn­ar og hlusta á ósk­ir og ábend­ing­ar viðskipta­vina eft­ir fremsta megni,“ seg­ir Sig­urður Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups.

Hægt verður að nýta sér þjón­ustu net­versl­un­ar Hag­kaups alla virka daga og laug­ar­daga. Á all­ar pant­an­ir bæt­ist umbúða- og til­tekt­ar­gjald að upp­hæð 490 krón­ur, óháð fjölda vara sem pantaðar eru. Óski viðskipta­vin­ur eft­ir því að fá pönt­un sína senda heim er gjaldið 1.490 krón­ur. Viðskipta­vin­ir geta einnig sótt vör­urn­ar í versl­un Hag­kaups í Smáralind.

Net­versl­un Hag­kaups er aðgengi­leg á slóðinni www.hagkaup.is