Fara á efnissvæði

Fréttir

Fréttir

Eldum rétt til liðs við Haga
11. mar. 2022 Almennar fréttir

Eldum rétt til liðs við Haga

Hagar hf. og eigendur Eldum rétt ehf. hafa náð samkomulagi um kaup Haga á öllu hlutafé Eldum rétt. Eldum rétt sérhæfir sig í gerð ljúffengra matarpakka sem viðskiptavinir geta pantað á netinu. Í hverri viku geta viðskiptavinir valið á milli nýrra uppskrifta og hagað matseðli vikunnar þannig að hann henti allri fjölskyldunni. Matarpökkunum fylgja einfaldar leiðbeiningar sem gera öllum fært að elda gómsætar máltíðir úr hágæða hráefni. Eldum rétt leggur áherslu á að gera eldamennskuna auðveldari, kvöldmatinn betri og nýtingu hráefna sem hagkvæmasta.

Saman til stuðnings við íbúa Úkraínu
9. mar. 2022 Almennar fréttir

Saman til stuðnings við íbúa Úkraínu

Bónus, Hagkaup og Olís bjóða nú viðskiptavinum sínum upp á að styrkja íbúa Úkraínu með framlagi til hjálparstarfs Rauða krossins þegar þeir versla. Viðskiptavinir geta bætt við 500 krónum við innkaup sín og Hagar greiða mótframlag að sömu upphæð fyrir verslanir Bónus, Hagkaups og Olís allt að 15 milljónum króna.

Stórkaup tekur við hlutverki Rekstrarlands í vor
24. jan. 2022 Tilkynningar

Stórkaup tekur við hlutverki Rekstrarlands í vor

Á undanförnum mánuðum hefur verið unnið að því að skerpa á skipulagi þjónustu og sölu á hreinlætis-, rekstrar- og heilbrigðisvörum innan samstæðu Haga, sérstaklega á vegum Olís. Afrakstur þeirrar vinnu er að nú á vormánuðum verður stofnuð ný rekstrareining innan Haga, sem mun bera nafnið Stórkaup.

Hagar hf.: Veltuaukning á 3F og hagnaður 841 m.kr.
12. jan. 2022 Almennar fréttir

Hagar hf.: Veltuaukning á 3F og hagnaður 841 m.kr.

Árshlutareikningur Haga hf. á þriðja ársfjórðungi 2021/22 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 12. janúar 2022. Reikningurinn er fyrir tímabilið 1. mars 2021 til 30. nóvember 2021. Árshlutareikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Reikningurinn hefur hvorki verið kannaður né endurskoðaður af endurskoðendum félagsins, PricewaterhouseCoopers ehf.

Hagar bætast við bakland Grænvangs
21. des. 2021 Almennar fréttir

Hagar bætast við bakland Grænvangs

Hagar hafa gerst bakhjarlar Grænvangs, samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir. Grænvangur leiðir saman íslensk fyrirtæki og stjórnvöld til að vinna að sameiginlegu markmiði um kolefnishlutlaust Ísland 2040 og sér um verkefnisstjórn Loftslagsvegvísis atvinnulífsins sem er gefinn út annaðhvert ár í samvinnu sex atvinnugreinafélaga og Bændasamtakanna.

Lemon opnar nýjan stað á Olís í Norðlingaholti
20. des. 2021 Almennar fréttir

Lemon opnar nýjan stað á Olís í Norðlingaholti

Veitingastaðurinn Lemon hefur opnað nýjan stað á Olís í Norðlingaholti. Í tilefni þess var viðskiptavinum boðið upp á sælkerasamloku og sólskin í glasi í hádeginu á opnunardeginum.

Grænmeti og ávextir úr verslunum fá nýtt hringrásarlíf
9. des. 2021 Samfélagsmál

Grænmeti og ávextir úr verslunum fá nýtt hringrásarlíf

Hagar stofnuðu í upphafi árs nýsköpunarsjóðinn Uppsprettuna með það að markmiði að styðja við frumkvöðla við þróun og nýtingu á matvælum. Sjóðurinn lagði sérstaka áherslu á mikilvægi þess að verkefnin sem fengu styrk úthlutun hefðu sjálfbærni að leiðarljósi við þróun og framleiðslu.  Baða er eitt af verkefnunum sem að fékk styrk úr Uppsprettunni. Hugmyndin að Baða vörunum kviknaði út frá þeirri hugmynd að nýta mætti ávexti og grænmeti sem falla til í verslunum til sápugerðar og virkja þannig hringrás verðmæta sem að annars flokkuðust sem lífrænn úrgangur.

Hagar hf. undirrita samning um kaup á nýju hlutafé í Klasa ehf.
3. des. 2021 Tilkynningar

Hagar hf. undirrita samning um kaup á nýju hlutafé í Klasa ehf.

Hagar hf. hafa undirritað samning um áskrift að hlutafé í fasteignaþróunarfélaginu Klasa ehf. en líkt og tilkynnt var þann 24. september sl. undirrituðu Hagar hf., Reginn hf., Klasi ehf. og KLS eignarhaldsfélag ehf. viljayfirlýsingu um frekari uppbyggingu og rekstur fasteignaþróunarfélagsins Klasa ehf.

Hagar hf.: Hagnaður á 2. ársfjórðungi 1.709 millj. kr.
19. okt. 2021 Tilkynningar

Hagar hf.: Hagnaður á 2. ársfjórðungi 1.709 millj. kr.

Uppgjör Haga hf. á 2. ársfjórðungi 2021/22 Árshlutareikningur Haga hf. fyrir annan ársfjórðung 2021/22 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 19. október 2021. Reikningurinn er fyrir tímabilið 1. mars 2021 til 31. ágúst 2021. Árshlutareikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Reikningurinn hefur verið kannaður af endurskoðendum félagsins, PricewaterhouseCoopers ehf.

Hagar undirrita viljayfirlýsingu um uppbyggingu og rekstur öflugs fasteignaþróunarfélags með Klasa ehf. og Reginn hf.
24. sep. 2021 Tilkynningar

Hagar undirrita viljayfirlýsingu um uppbyggingu og rekstur öflugs fasteignaþróunarfélags með Klasa ehf. og Reginn hf.

Hagar hf., Reginn hf., Klasi ehf. og KLS eignarhaldsfélag ehf. hafa í dag, 24. september 2021, undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu og rekstur öflugs fasteignaþróunarfélags. Viljayfirlýsingin er gerð í tengslum við fyrirhuguð kaup Haga og Regins á nýju hlutafé í fasteignaþróunarfélaginu Klasa. Samkvæmt viljayfirlýsingunni er áætlað að eignarhlutur hvers eiganda um sig, þ.e. Haga, Regins og KLS eignarhaldsfélags, núverandi eiganda Klasa, verði um 1/3 af útgefnu hlutafé.