Fara á efnissvæði

Uppsprettan

Frá hugmynd í framleiðslu

Uppsprettan er nýsköpunarsjóður á vegum Haga. Hlutverk sjóðsins er að virkja og styðja frumkvöðla til nýsköpunar og þróunar í íslenskri matvælaframleiðslu.

Sjóðurinn leggur áherslu á stuðning við frumkvöðla verkefni sem taka tillit til sjálfbærni og styðja við innlenda framleiðslu. 

 

Hvaðan kemur nafnið Uppsprettan?

Uppspretta vatns, uppspretta góðra hugmynda o.s.frv. Því má segja að orðið feli í sér allt þrennt; góð hugmynd kviknar, hún er vökvuð til vaxtar og upp sprettur sproti!

 

Umsóknir 2023

Árið 2023 bárust metfjöldi umsókna og voru valin 12 verkefni sem hlutu styrki, sjá nánar um styrkhafa hér: https://www.hagar.is/uppsprettan/styrkhafar-2023/ .

Nánari upplýsingar um Uppsprettuna 2024 koma síðar, ef einhverjar spurningar vakna hafið samband á uppsprettan@hagar.is.

 

 

Ávarp forstjóra

Í myndbandinu hér að neðan segir Finnur Oddsson forstjóri Haga frá tilkomu sjóðsins og árangri verkefna sem fengu styrk 2021. Einnig er rætt við nokkra frumkvöðla sem deila reynslu sinni af þróun á vörum frá hugmynd á markað.

Nánari upplýsingar

Frekari upplýsingar um Uppsprettuna má nálgast með því að senda tölvupóst á uppsprettan@hagar.is