Fara á efnissvæði

Bónus

Bónus
Bónus
Bónus
Bónus
  • Stofnað 1989
  • Fjöldi verslana 33
  • Fjöldi starfsmanna 1.000+
  • Fjöldi vörunúmera 3.000+
Bónus Samfélagsskýrsla 2022

Bónus var stofnað árið 1989 þegar fyrsta verslunin var opnuð við Skútuvog 13 í Reykjavík. Viðtökur landsmanna við hinni nýju verslun voru frábærar enda vöruverð mun lægra en þá þekktist. Verslunum hefur fjölgað jafnt og þétt og eru þær í dag alls 33 talsins, 20 staðsettar á höfuðborgarsvæðinu og 13 á stórum þéttbýlisstöðum á landsbyggðinni. 

Markmið Bónus sem lágvöruverðsverslun hefur alla tíð verið að tryggja neytendum um land allt lægsta mögulega vöruverð hverju sinni og bjóða sama verð um allt land. Lykillinn að því hefur verið lágur rekstrarkostnaður, íburður í lágmarki, takmarkað vöruúrval sem spannar þó allar þarfir heimilisins, stöðugt kostnaðaraðhald og mikill veltuhraði. Auk þess er opnunartími verslana Bónus skemmri en hjá samkeppnisaðilum. Leiðarljós fyrirtækisins hefur ávallt verið að láta viðskiptavini njóta ávinnings af hagstæðum innkaupum og hagkvæmum rekstri.

Sjálfbærni og stuðningur við samfélagið hefur verið lykilþáttur í rekstri Bónus allt frá stofnun. Allar verslanir Bónus hafa til að mynda flokkað plast, pappa og annan úrgang í fjölda ára, auk þess sem mikil áhersla er lögð á minni matarsóun.

 

Bónus