Fara á efnissvæði
Til baka

Nýsköpunardagur Haga haldinn í fyrsta sinn

Hagar hafa stofnað styrktarsjóðinn Uppsprettu sem að verður kynntur á Nýsköpunardegi Haga sem ber yfirskriftina Virkjum kraftinn, frá hugmynd á diskinn þinn. Markmið og tilgangur Nýsköpunardagsins er að hvetja til nýsköpunar og aukinnar sjálfbærni í matvælaiðnaði. Átta frumkvöðlar og sérfræðingar í matvælaiðnaði munu halda erindi á viðburðinum sem streymt verður miðvikudaginn 28. apríl kl.12:00. Viðburðurinn verður í streymi og er öllum opinn og ókeypis.

Mikil gróska hefur verið í nýsköpun í matvælaiðnaði á undanförnum árum og mörg þessara frumkvöðlafyrirtækja eru nú í örum vexti. Sem dæmi má nefna Lava Cheese vörurnar hafa nýlega fengið dreifingu í einni stærstu verslunarkeðju Svíþjóðar. Náttúrulega Gott granóla Tobbu Marínós verður bráðlega ekki bara fáanlegt í verslunum heldur líka á sérstökum Granólabar. Íslenskir hafrar frá Sandhóli hafa náð miklum vinsældum hjá Íslendingum. Nýleg stofnun á framleiðslueldhúsinu Eldstæðinu hefur gert mörgum frumkvöðlum mögulegt að prófa sig áfram með vörur og hugmyndir. En framleiðsla á vörum hefur örugglega aldrei verið jafn vandasöm og nú enda þarf að huga sérstaklega að samfélags- og umhverfislegum áhrifum. Á Nýsköpunardegi Haga koma stofnendur þessara fyrirtækja og segja frá reynslu sinni ásamt sérfræðingum í samfélagslegri ábyrgð og verslun.

Upplýsingar og skráningar á viðburðinn má finna á Home (hagar.is) (Opnast í nýjum vafraglugga)

Dagskrá Nýsköpunardags Haga
Finnur Oddsson, forstjóri Haga l Velkomin og kynning á Uppsprettu nýsköpunarsjóði Haga

Tobba Marínósdóttir, Náttúrulega Gott l Hvað ef þetta fokkast upp?

Snjólaug Ólafsdóttir, Ernst & Young l Sjálfbærni og Þrautsegja – lykilatriði í nýsköpun

Guðmundur Páll Líndal, Lava Cheese l Erindi sem erfiði

Guðmundur Marteinsson, Bónus l Hvað þarf að hafa í huga þegar selja á hugmynd til sölu í verslun?

Eva Michelsen, Eldstæðið l Ertu með starfsleyfi? Hvar á ég að byrja og hvað þarf ég að vita..

Örn Karlsson, Sandhóll Bú l Frá hugmynd að vöru og þar til hún fer í verslanir

Sigurður Reynaldsson, Hagkaup l Þrjú einföld ráð til að koma vöru í verslun.

Haukur Guðjónsson, Frumkvöðlar.isl Ert þú með góða viðskiptahugmynd?