Um Haga

Hagar er leiðandi verslunarfyrirtæki á íslenskum markaði sem starfrækir 40 matvöruverslanir, 28 Olís þjónustustöðvar, 43 ÓB-stöðvar, tvær birgðaverslanir, þrjár sérvöruverslanir, tvö apótek, tvö vöruhús og tvær framleiðslustöðvar. Fyrirtæki Haga eru öll rekin sem sjálfstæð fyrirtæki og hafa þess vegna ólík rekstrarform og ólíka menningu. Meginstarfsemi Haga er á sviði matvöru en innan þess eru tvær af stærstu verslunarkeðjum landsins, Bónus og Hagkaup, svo og stoðstarfsemi á sviði innkaupa, framleiðslu og dreifingar. Þá er Olíuverzlun Íslands ehf. hluti af samstæðu Haga. Auk þess starfrækja Hagar sérvörusvið innan Hagkaups, sérvöruverslanirnar Útilíf og Zara og tvö apótek. 

Hlutverk Haga

Hlutverk Haga er að veita þessum fyrirtækjum aðhald og finna sameiginlega fleti sem geta leitt til hagræðingar í kostnaði og aukið tekjumöguleika fyrirtækjanna og þar af leiðandi samkeppnisstyrk þeirra. Hlutverk Haga er enn fremur að skapa virði fyrir hluthafa, með arðsömum rekstri.

Innan allra fyrirtækja Haga eru sömu megingildi höfð að leiðarljósi. Í þeim er falið grundvallarviðhorf fyrirtækisins til þjónustu við viðskiptavini, framgöngu starfsmanna og ábyrgðar þeirra í starfi.

Fyrirtæki Haga eru Bónus, Hagkaup, Olís, Aðföng, Bananar, Útilíf, Zara og Reykjavíkur Apótek. Þá er Mjöll Frigg dótturfyrirtæki í 100% eigu Olís.

Regluvörður Haga er Guðrún Eva Gunnarsdóttir. Staðgengill regluvarðar er Aðalheiður Fritzdóttir. Tölvupóstfang regluvarða er regluvordur@hagar.is

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica