Gildi Haga

Innan allra eininga Haga eru sömu gildin höfð að leiðarljósi í rekstri og þjónustu. Í þeim er falið grundvallarviðhorf fyrirtækisins til þjónustu við viðskiptavini, framgöngu starfsmanna og ábyrgðar þeirra í starfi.

  • Ábyrgð - það veltur á okkur fyrst og fremst með hvaða hugarfari við göngum til verka og hvaða árangri við náum.
  • Við erum dugleg - við vinnum vel og hlífum okkur ekki, af því að við vitum að þannig tekst okkur að bæta hag viðskiptavina okkar.
  • Heiðarleiki - við gerum alltaf rétt og segjum alltaf satt, af því að við viljum ekki bregðast því trausti sem samstarfsmenn og viðskiptavinir sýna okkur.
  • Hreinskilni - við liggjum ekki á skoðun okkar og okkur þykir sjálfsagt og eðlilegt að segja það sem okkur finnst.
  • Ekkert bruðl - við berum virðingu fyrir þeim verðmætum sem okkur er treyst fyrir.
  • Enginn leikmaður er mikilvægari en liðið - samvinna stuðlar að betri heildarárangri.
  • Gerum betur í dag en í gær - við gerum betur í dag en í gær og erum stöðugt að leita að nýjum leiðum til að skila meiri árangri í starfi, bæta verslanir okkar og þjóna viðskiptavininum.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica