Fréttir


27. okt. 2017

Zara opnar að nýju í endurbættu verslunarrými í Smáralind

Ísland 27. október 2017.

Zara_1509112686186

Eftir umfangsmiklar breytingar og stækkun opnar Zara flaggskipsverslun sína í Smáralind að nýju. Verslunin er 2.200 sölufermetrar, á tveimur hæðum, með auknu og fjölbreyttara úrvali en áður, en þar er að finna allt það nýjasta sem Zara hefur upp á að bjóða í karla-, kvenna- og barnadeild ásamt TRF- og Basic-deild.

Draga má kjarna nýju verslunarinnar saman í fjórum orðum: fegurð, tærleiki, notagildi og sjálfbærni. Loftið og veggirnir renna saman í hvítum, gljáandi fleti svo öll verslunin verður eins og eitt og sama rýmið. Það skapar andrúmsloft frelsis ásamt því að mynda bakgrunn sem skerpir á fegurð tískuvaranna. Viðskiptavinum er boðið upp á einstaka upplifun þar sem þeir geta handleikið, skoðað og snert vörurnar.

Verslunin uppfyllir líka öll þau grænu skilyrði sem móðurfyrirtæki Zöru, Inditex, setur. Sem vistvæn verslun notar hún 20% minni orku og 40% minna vatn en hefðbundin verslun. Til að tryggja að verslunin haldi áfram að uppfylla þessi skilyrði lýtur orkunotkunin eftirliti miðlægrar stjórnstöðvar í höfuðstöðvum Zara í Arteixo í norðausturhluta Spánar.   

Zara leggur áherslu á að bæta gæði þjónustunnar og upplifun viðskiptavina og því er nýjasta tækni nýtt í versluninni. Það felst meðal annars í „Radio Frequency Identification Technology“ (RFID) sem gerir kleift að finna flíkur hratt og hafa vinsælustu vörurnar tiltækar í versluninni.

Inditex Group

Zara er í eigu Inditex Group, einnar stærstu samstæðu heims á sviði smásölu á tískuvarningi. Auk Zöru eru sjö önnur merki í eigu Inditex: Pull&Bear, Massimo Dutti, Bershka, Stradivarius, Oysho, Zara Home og Uterqüe. Inditex Group rekur 7.405 verslanir á 94 mörkuðum og er með netverslun á 46 mörkuðum.


Frekari upplýsingar:

Communicacion@inditex.com

www.inditex.com


Þetta vefsvæði byggir á Eplica