Mæðrastyrksnefnd fékk eina milljón
Hagkaup afhenti forsvarskonum Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur og Kópavogs rúmlega 1 milljóna króna styrk í gær.
Fyrir jól gafst gestum Hagkaups kostur á að spila lag á píanó sem komið hafði verið fyrir utan nýja verslun Hagkaups í Smáralind.
Frétt mbl.is: Spiluðu til góðs fyrir utan Hagkaup
Fyrir hvern gest sem settist við píanóið og spilaði lag lét Hagkaup 5.000 krónur renna til Mæðrastyrksnefndar.
Guðrún Tómasdóttir, starfandi formaður Mæðrastyrksnefndar Kópavogs, Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, Anna H. Pétursdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, og Ragnheiður Sveinsdóttir, gjaldkeri Mæðrastyrksnefndar Kópavogs.