Fréttir


5. jan. 2017

Hagar hf. kaupa hluta fasteignarinnar Skeifan 11 í Reykjavík.


Í dag var skrifað undir kaupsamning um kaup Haga hf. á 4.706,3 fm eignarhluta í Skeifunni 11, auk hlutfallslegrar hlutdeildar í sameign.  Seljandi er Fönn-Þvottaþjónusta ehf.  Mjög lítill hluti fasteignarinnar er í dag í útleigu þar sem stór hluti eignarinnar skemmdist í bruna árið 2014 og hefur ekki verið í útleigu síðan. Aðeins einn leigusamningur er í gildi en hann gildir til apríl 2017.

Kaupverðið er  1.714.000.000 og verður fjármagnað úr sjóði.

Gert er ráð fyrir afhendingu eignarinnar 13. janúar 2017.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica