Bónus styrkir Vin fræðslu- og batasetur Rauða krossins í Reykjavík .
Frá afhendingu styrkjar Bónus til Vin.
Vin er athvarf fyrir fólk með geðraskanir, rekið af Rauða krossinum í Reykjavík sem fræðslu- og batasetur sem er opið alla virka daga.
Markmiðið er að rjúfa félagslega einangrun, draga úr endurinnlögnum á geðdeildir, efla þekkingu okkar og annarra á málefnum geðsjúkra og skapa umhverfi þar sem gagnkvæm virðing og traust ríkir og tekið er tillit til hvers og eins.
Á myndinni afhendir Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónus eina milljón króna í styrk til Vin sem Þórir Guðmundsson, Halldóra Pálsdóttir, Viðar H. Eiríksson og Árni Gunnarsson tóku við í dag.
Kær kveðja
Starfsfólk Bónus