Bónus styrkir BUGL, barna – og unglingageðdeild Landspítalans.
Frá afhendingu styrkjar Bónus til BUGL.
BUGL veitir börnum og unglingum að 18 ára aldri þjónustu vegna geð- og þroskaraskana. Starfsemin einkennist af þverfaglegu samstarfi og er skipt í nokkur teymi; bráðateymi, göngudeildarteymi, átröskunarteymi og taugateymi. Unnið er að greiningu og meðferð ásamt fræðslu, þjálfun og ráðgjöf.
Á myndinni afhendir Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónus tveggja milljón króna styrk til BUGL sem Linda Kristmundsdóttir og Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir tóku við í dag.
Kær kveðja
Starfsfólk Bónus