Bónus styrkir Umhyggju, félag til stuðnings langveikra barna.
Frá afhendingu styrkjar Bónus til Umhyggju.
Umhyggja er félag sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Í félaginu starfa foreldrar langveikra barna og fagfólk innan heilbrigðiskerfisins.
Á myndinni afhendir Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónus tveggja milljón króna styrk til Umhyggju sem Ragna Marinósdóttir framkvæmdastjóri tók við í dag.
Kær kveðja
Starfsfólk Bónus