Fréttir


12. maí 2016

Aðalfundur Haga 3. júní 2016

Aðalfundur Haga hf., kt. 670203-2120, verður haldinn föstudaginn 3. júní 2016 og hefst hann kl. 09:00 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík.

Dagskrá fundarins:

  1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemina á liðnu starfsári.

  2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár, ásamt skýrslu endurskoðanda, lagður fram til samþykktar.

  3. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar félagsins á reikningsárinu 2015/16.

  4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna.

  5. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu.

  6. Kosning stjórnar félagsins og endurskoðanda.

  7. Ákvörðun um heimild stjórnar til kaupa á eigin bréfum.

  8. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin.

 

Ítarlegri upplýsingar um tillögur stjórnar, ársreikning og önnur gögn, ásamt upplýsingum um póstatkvæðagreiðslu, rétt hluthafa til að bera fram tillögur og framboð til stjórnar er að finna á vefsíðu félagsins, http://www.hagar.is/hluthafaupplysingar/adalfundur/

Stjórn félagsins vill einnig árétta að forsvarsmenn hluthafa sem sækja fundinn, þ.e. forsvarsmenn fyrirtækja, lífeyrissjóða, fjárfestingasjóða, einstaklinga og annarra hluthafa, ber að skila umboði við skráningu inn á fundinn. Einnig verða einstaklingar beðnir um að framvísa persónuskilríkjum.

 

Stjórn Haga hf.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica