Fréttir


10. feb. 2016

Hagkaup styrkir Rauða kross Íslands

Frá afhendingu sleða og styrkja til Rauða krossins fyrir sýrlensku flóttamennina sem ýmist eru nýkomnir eða væntanlegir. Ýmislegt vantar eins og nærföt, sokka og náttföt. Þetta eru 55 manns í 10 fjölskyldum. Hagkaup styrkir verkefnið um hálfa milljón eða 10x50.000 króna gjafabréf til að kaupa það sem vanhagar um. Einnig leggur Hagkaup til Stiga-sleða handa 8 börnum til að renna sér í snjónum á Íslandi.

 

Mynd frá afhendingu í Smáralind þar sem Sigurbjörg Birgisdóttir tók á móti sleðum og styrkjum frá Gunnari Ingi Sigurðssonar framkvæmdastóra Hagkaups fyrir hönd Rauðakrossins ásamt tveimur erlendum fulltrúum.

Kær kveðja

Gunnar Ingi Sigurðsson

Framkvæmdastjóri / CEO         

Hagkaup Þetta vefsvæði byggir á Eplica