Fréttir


9. okt. 2015

Fréttatilkynning

Bónus hefur í október lækkað rúmlega 600 vörur sem Bónus flytur inn frá erlendum birgjum, Bónus mun nota það svigrúm sem styrking íslensku krónunnar undanfarið gefur til verðlækkunar og treystir því að gengi krónunnar veikist ekki á næstunni.
Verðlækkunin er 2-5% mismunandi eftir vörum og vöruflokkum.
Bónus býður sama verð um land allt og hefur frá stofnun lagt áherslu á lágt vöruverð til íslenskra heimila.

Frekari upplýsingar gefur Guðmundur Marteinsson í síma 527-9000


Þetta vefsvæði byggir á Eplica