Þrjár milljónir til Grensásdeildar
![grensas_hagkaup_styrkur_2015[1]](/media/frettir/grensas_hagkaup_styrkur_2015[1].jpg)
Hagkaup hefur fært Grensásdeild 3 milljónir króna til styrktar starfseminni. Fyrirtækið vill með því sýna sjúklingum og starfsfólki deildarinnar stuðning í verki. Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, afhenti gjöfina 16. júní 2015. Við henni tóku Sigrún Garðarsdóttir yfiriðjuþjálfi, Ída Braga Ómarsdóttir yfirsjúkraþjálfari, Stefán Yngvason yfirlæknir og Jónína Thoroddsen aðstoðardeildarstjóri.