Fréttir


10. mar. 2014

Bónus vinsælasta fyrirtæki landsins

 bonus-logo

Bónus hreppir efsta sætið á lista Frjálsrar verslunar yfir vinsælustu fyrirtæki landsins. Stoðtækjaframleiðandinn Össur dettur niður í annað sætið eftir fjögur ár á toppnum.

Könnun Frjálsrar verslunar var framkvæmd í síðasta mánuði og af 800 aðspurðum nefndu 15 prósent Bónus sem fyrirtæki sem þeir hefðu jákvætt viðhorf til. Ekkert fyrirtæki hefur lent oftar efst á lista en matvöruverslunin.

Rúmlega níu prósent aðspurða nefndu Össur. Þá var Icelandair í þriðja sæti, Marel í því fjórða og verslanirnar Hagkaup og Krónan hnífjafnar í fimmta og sjötta sæti listans.

Viðhorf til íslensku bankanna mælist mjög neikveitt í könnuninni, en bankar skipa fjögur af efstu fimm sætum listans yfir óvinsælusu fyrirtækin. 'Bankarnir' var það svar sem oftast var gefið þegar spurt var um fyrirtæki sem fólk hefur neikvætt viðhorf til.

Símafyrirtækið Vodafone lenti í öðru sæti yfir óvinsælustu fyrirtækin, en

er augljóslega fólki enn ferskur í minni. Í þriðja sæti var Arion banki, Landsbankinn í því fjórða og Íslandsbanki í fimmta. 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica