Fréttir


10. jan. 2014

Tilkynning um lækkun á vöruverði

 

Bónus mun á morgun föstudaginn 10 jan 2014, lækka verð á um 600 vörutegundum.  Þetta eru vörur sem Bónus flytur inn beint frá erlendum birgjum.  Bónus mun nýta það svigrúm sem styrking íslensku krónunnar undanfarið gefur til verðlækkunar og treystir á að íslenska krónan veikist ekki á næstunni.

Verðlækkunin er allt að 5%, þó mismunandi eftir vörum og vöruflokkum, en að jafnaði á milli 2 og 3%.

Þau vörumerki sem um ræðir eru:

 

 

 

 - Euroshopper,

- Lífrænu Sollu vörurnar ( Himneskt )

- Heima (heimilisvörur) 

- Semper barnamatur

- Santa Maria (tex-mex vörur) 

- Nicky wc pappír og eldhúsrúllur

- Blå Band sósur og súpur

- Pasta Zara pastavörur

 Bónus býður sama verð um land allt og hefur frá stofnun lagt áherslu á lágt vöruverð til íslenskra heimila.

 Tengliður við frétt;

Guðmundur Marteinsson framkv.stj. Bónus  GSM 691 9999

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica