Fréttir


16. des. 2013

Hagar hf. hyggjast byggja vöruhús við Korngarða 1

 Þann 3. desember sl. sóttu Hagar um lóð nr. 1 við Korngarða í Reykjavík. Umsókn félagsins hefur nú verið samþykkt af Faxaflóahöfnum. Stjórn félagsins hefur í dag samþykkt fjárfestingaáætlun að upphæð allt að 1,3 milljörðum króna til verkefnisins en félagið hyggst byggja nýtt vöruhús undir starfsemi Banana ehf. Lóðin er samkvæmt gildandi deiliskipulagi 16.008 m2 en áætlanir eru um að reisa allt að 4.500 m2 húsnæði í fyrstu.

Starfsemi Banana er í dag í 4.400 m2 húsnæði við Súðuvog 2e í Reykjavík. Húsnæðið er komið til ára sinna og orðið óhentugt fyrir núverandi starfsemi sem og vaxtamöguleika fyrirtækisins. Auk þess sem skipulagsmál Reykjavíkurborgar hafa áhrif á framtíðarmöguleika á núverandi lóð. Gangi áætlanir félagsins eftir er gert ráð fyrir að rekstur Banana flytji í nýtt húsnæði á sumarmánuðum 2015.

Nánari upplýsingar veitir Finnur Árnason, forstjóri Haga hf., í síma 530-5500.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica