Fréttir


5. des. 2013

Hýsing Vöruhótel hlýtur Jafnlaunavottun VR

Hýsing Vöruhótel hlaut í dag Jafnlaunavottun VR og bætist þar með í hóp fjórtán fyrirtækja og stofnana sem hafa fengið vottun. Jafnlaunavottun VR staðfestir að konur og karlar hjá Hýsingu fá sömu laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Hjá fyrirtækinu starfa um 35 karlmenn og konur af 9 þjóðernum. 

Jafnlaunavottun VR staðfestir að búið sé að kerfisbinda launaákvarðanir hjá Hýsingu, koma upp jafnlaunakerfi samkvæmt kröfum ÍST85:2012 jafnlaunastaðals og að nú verði markvisst fylgst með því að starfsfólki sé ekki mismunað í launum eftir kyni.

Á fimmta tug fyrirtækja hafa sótt um Jafnlaunavottun VR frá því hún var kynnt í febrúar á þessu ári. Vottunin er ætluð fyrirtækjum og stofnunum sem vilja sýna fram á að launastefna þeirra og mannauðsstjórnun mismuni ekki kynjunum. Jafnlaunavottun VR felur í sér ítarlega úttekt á launum starfsfólks þeirra fyrirtækja sem um ræðir, starfaflokkun og öðrum þáttum sem hafa áhrif á kjör. Vottunin byggir á Jafnlaunastaðli Staðlaráðs Íslands.

Öll fyrirtæki og stofnanir á íslenskum vinnumarkaði geta sótt um Jafnlaunavottun VR, óháð stéttarfélagsaðild starfsmanna sinna. 

 Á myndinni eru, frá vinstri: Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR, Guðmundur Oddgeirsson framkvæmdastjóri Hysing_jafnlaunvottunVöruhýsingar, Dagný Erla Gunnarsdóttir rekstrarstjóri Vöruhýsingar og Helga Jónsdóttir í innra eftirliti Haga.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica