Fréttir


21. jún. 2013

Hagkaupsuppskriftir fyrir alla Íslendinga komnar á netið:

 340.000 BÆKUR SELDAR – ÞRJÁR Á HVERJU HEIMILI hagkaup-logo

FRÉTTATILKYNNING                                             REYKJAVÍK 19.06 2013

 Hagkaupsuppskriftir fyrir Íslendinga komnar á netið:

 340.000 BÆKUR SELDAR – ÞRJÁR Á HVERJU HEIMILI

 Hagkaup hefur ákveðið að setja hluta af hinum gríðarlega vinsælum matreiðslubókum sínum á netið, en bækurnar hafa komið út frá árinu 1996.

 „Viðtökurnar hafa verið frábærar um nærri tveggja áratuga skeið og við erum skiljanlega himinlifandi yfir þessum góðu viðbrögðum,” segir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups.

 Ríflega 340.000 matreiðslubækur hafa selst á þessum 17 árum sem gerir um þrjár á hvert íslenskt heimili. Hafa matreiðslubækurnar farið í efstu sæti metsölulista ár eftir ár.

 Markmiðið hefur ætíð verið að gera viðskiptavinum kleyft að eignast veglegar uppskriftabækur á viðráðanlegu verði, sem og að breikka  og skreyta matarmenningu okkar með öllum þeim skemmtilegu vörum og aðferðum sem í boði eru. 

 Nýjasta matreiðslubók Hagkaups kom út á síðasta ári og hefur selst í tæplega 9.000  eintökum.  Þar var það meistarakokkurinn Hrefna Sætran sem töfraði fram frábæra grillrétti.  Til gamans má geta að Grillréttir Hagkaups sat í 10. sæti metsölulistans í síðustu viku, 12 mánuðum eftir útgáfu.

 Nú hefur Hagkaup bætt um betur og opnað uppskriftavef á hagkaup.is  með yfir 1000 uppskriftum. 

 „Vegna fjölda áskoranna frá viðskiptavinum okkar tókum við þá ákvörðun að setja hluta af uppskriftabókum okkar á netið,“  segir Gunnar Ingi.

 Uppskriftirnar eru aðgengilegar eftir flokkum og auðveldar í notkun. 

 „Í fyrstu atrennu látum við inn  fjórar bækur:  Léttir réttir, Heilsuréttir, Ítalskir réttir, Brauð- og kökubók Hagkaups ásamt stökum Rikku uppskriftum á heimasíðuna.  Við skoðum svo í framhaldinu að setja fleiri bækur á netið. Með þessu viljum við í Hagkaup að sem flestir fái að njóta alls þess besta sem lífið hefur að bjóða þegar kemur að því að gera vel við sig,“ segir Gunnar Ingi.

 

Nánari upplýsingar veitir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups í síma 563 5000

http://uppskriftir.hagkaup.is/

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica