Hagkaup styrkir Hugarafl-Píeta samtökin
Frá afhendingu styrkjar Hagkaups til Hugarafl-Píeta.
PIETA Ísland ætlað fólki í sjálfsvígshugleiðingum og fólki með sjálfsskaðahegðun. Einnig verður boðið upp á þjónustu fyrir aðstandendur sem misst hafa ástvini í sjálfsvígi. Markmiðið er að opna umræðuna um sjálfsvíg, ná til fólks í sjálfsvígshugleiðingum og vinna með því auk þess að hvetja til aukinnar þekkingar og vitundar um orsakir og afleiðingar sjálfsvíga.