Fréttir


24. okt. 2018

Hagar hf. – upplýsingar um birtingu hálfsársuppgjörs 2018/19


Hagar hf. birta hálfsársuppgjör sitt, fyrir tímabilið 1. mars 2018 – 31. ágúst 2018, mánudaginn 29. október nk.

Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og hluthafa verður haldinn þriðjudaginn 30. október kl. 8:30 í Skeifunni 11, þar sem fyrirhuguð er opnun Bónusverslunar 1. desember nk. Þar mun Finnur Árnason, forstjóri Haga, kynna afkomu félagsins og svara spurningum ásamt stjórnendum félagsins.

Kynningarefni, ásamt upptöku af fundinum, verður aðgengilegt að honum loknum á heimasíðu Haga, www.hagar.is.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica