Fréttir


1. nóv. 2018

Jafnvægisvogar FKA

I gær skrifuðu Hagkaup og Bónus undir viljayfirlýsingu um að beita sér fyrir auknu kynjajafn­vægi inn­an sinna vé­banda og vinna að markmiðum Jafnvægisvogar FKA næstu fimm árin. Hagkaup og Bónus vilja þannig sýna í verki að þau hafi áhuga á að kom­ast lengra í þess­um efn­um.

Mark­mið Jafn­væg­is­vog­ar­inn­ar er að árið 2027 verði kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum fyrirtækja og opinberra aðila á Íslandi 40/​60. Tilgangurinn með Jafnvægisvoginni er að virkja íslenskt viðskiptalíf og opinbera aðila til þess að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica