Fréttir


16. des. 2016

Fréttatilkynning

Hagar fyrir hönd Hagkaups hafa undirritað nýjan leigusamning við Reiti um verslun sína í Kringlunni. Samningurinn er til 10 ára. Verslunin mun verða á einni hæð, í stað tveggja hæða í dag. Verslunin mun því minnka úr rúmlega 7.100 fermetrum í rúmlega 3.600 fermetra. Efri hæð Hagkaups í Kringlunni verður lokað í lok febrúar næstkomandi og ný og endurbætt Hagkaupsverslun verður opnuð á haustmánuðum. Áður en ný verslun opnar í haust er gert ráð fyrir lokun á fyrstu hæð í um10 vikur vegna breytinga. 

 Með þessum samningi heldur Hagkaup áfram að hagræða með fækkun leigufermetra á sama tíma og fjárfest verður í nýrri og betri verslun á fyrstu hæð Kringlunnar. Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups: „Það er mjög spennandi verkefni að endurnýja Hagkaupsbúðina í Kringlunni. Pálmi í Hagkaup byggði Kringluna og verslun Hagkaups hefur verið akkeri þar frá fyrsta degi. Við munum frumsýna nýja verslun á haustmánuðum með þá reynslu sem við höfum af opnun nýrrar verslunar í Smáralind fyrir skemmstu. Viðtökur þar hafa verið ótrúlega jákvæðar og gefa fyrirheit um það sem koma skal í Kringlunni næsta  haust“.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica