Fréttir


15. nóv. 2013

Himneskt styrkir Ljósið um 2,5 milljón króna

Ljosid

Lífræna vörumerkið Himneskt stóð fyrir árlegu söfnunarátaki sínu í október síðastliðinn.  Söfnunin gekk út á að 10 krónur af hverri seldri Himneskt vöru myndu renna beint til styrktar Ljóssins.  Átakið gekk vorum framar og var ávinningur átaksins, tvær og hálf milljón króna, afhendur í vikunni.

Á myndinni sést Erna Magnúsdóttir forstöðumaður Ljóssins taka við styrknum frá Sollu Eiríks f.h. Himneskt.

Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu- og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek, auk þess að fá stuðning við að setja sér markmið sem auka daglega virkni og hafa þannig áhrif á lífsgæði almennt. 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica