Útilíf

Útilíf er öflugt og rótgróið íslenskt smásölufyrirtæki á sviði íþrótta og útivistar.

Útilíf var stofnað árið 1974 þegar verslunin opnaði sína fyrstu verslun í Glæsibæ. Mikil áhersla er lögð á vandað vöruúrval og vörur í hæsta gæðaflokki á hagstæðu verði, en einnig vörur í helstu verðflokkum. Hjá Útilíf starfa sérfræðingar í hverri deild sem tryggja viðskiptavinum framúrskarandi aðstoð og þjónustu á vörum við allra hæfi. 

 

Útilíf kappkostar við að bjóða upp á breitt svið vara fyrir íþróttir og útivist og starfrækja meðal annars íþróttadeild, skódeild, útivistardeild og skíðadeild. Einnig geta viðskiptavinir nálgast um 3.000 vöruflokka í netverslun Útilífs sem er opin allan sólarhringinn. 

Verslanir Útilífs eru tvær og báðar starfræktar á höfuðborgarsvæðinu, í verslunarmiðstöðvum Kringlunnar og Smáralindar.

 

Útilíf                                          Kringlunni - Smáralind

Sími: 545-1500
Rekstrarstjóri:
Hörður Magnússon

 


  • Útilíf Smáralind
Þetta vefsvæði byggir á Eplica